Verð: Upphæð í ISK. Ef um aðra mynt er að ræða skal miða við opinbert viðmiðunargengi sem skráð er af Seðlabanka Íslands í dag.
Markaðsverð: Markaðsverð (ISK) nýs ökutækis af sömu tegund og undirtegund má finna í verðlista á heimasíðum umboða hérlendis. Sé verð nýs ökutækis af sömu tegund og undirtegund ekki að finna í verðlista umboðs skal leitast eftir sambærilegri undirtegund.
Skráningarmánuð, NEDC gildi og WLTP gildi má finna á skráningarskírteini ökutækisins. Ef bæði NEDC og WLTP gildi eru skráð skulu þau bæði slegin inn.
Fyrirvarar:
Á einungis við um fólksbíla og húsbíla.
Á einungis við um einstaklinga sem flytja til landsins og hafa verið búsettir erlendis a.m.k. undanfarna 12 mánuði frá innflutningsdegi ökutækisins.
Tekið skal fram að útreikningur núvirðis ökutækis samkvæmt reiknivélinni miðast við þær forsendur sem gefnar eru, en telst ekki bindandi ákvörðun núvirðis ökutækis.