Hlunnindi taka mið af verði og aldri bifreiðar og af orkugjafa. Reiknivélin færir kaupverð niður um 10% á ári, í fyrsta skipti á árinu eftir kaupár. Viðmiðunarverð getur þó aldrei orðið lægra en 50% af upphaflegu kaupverði.

Ársumráð reiknast þannig til hlunninda:
28% af kaupverði bifreiðar sem notar bensín eða dísel.
20% af kaupverði bifreiðar sem notar rafmagn, vetni eða metan.


Greiði starfsmaður sjálfur rekstrarkostnað bifreiðar skal lækka hlutfall hlunninda um:

Með rekstrarkostnaði í þessu sambandi er átt við eldsneytiskostnað, þ.m.t. rafmagn, smurningu, þrif o.þ.h. en ekki viðgerðir, varahluti, hjólbarða og tryggingar.