Skrá forsendur

Fjárhæð bifreiðagjalds fer eftir eigin þyngd bifreiðar og losun koltvísýrings, svokallað CO2. Eiginþyngd ökutækis er þyngd þess án farms, ökumanns eða farþega og er tilgreind á skráningarskírteini. Tveir mismunandi staðlar eru til fyrir mælingu á CO2 losun: NEDC og WLTP. Ökutæki getur haft skráð ýmist bæði gildin, annað þeirra eða hvorugt. Séu upplýsingar um CO2 ekki tiltækar í Ökutækjaskrá Samgöngustofu miðast bifreiðagjald eingöngu við eigin þyngd. Bifreiðagjald er lagt á fyrirfram og eru gjaldtímabil tvö á ári, þ.e. janúar-júní og júlí-desember. Gjalddagar eru 1. janúar og 1. júlí en eindagar 15. febrúar og 15. ágúst.

Fjárhæð bifreiðagjalds fer eftir eigin þyngd bifreiðar og losun koltvísýrings, svokallað CO2. Eiginþyngd ökutækis er þyngd þess án farms, ökumanns eða farþega. Sé bílnúmer gefið fram eru þær upplýsingar sóttar til Samgöngustofu. Séu upplýsingar um CO2 ekki tiltækar í Ökutækjaskrá Samgöngustofu miðast bifreiðagjald eingöngu við eigin þyngd. Bifreiðagjald er lagt á fyrirfram og eru gjaldtímabil tvö á ári, þ.e. janúar-júní og júlí-desember. Gjalddagar eru 1. janúar og 1. júlí en eindagar 15. febrúar og 15. ágúst.

Útreikningur bifreiðagjalds samkvæmt reiknivélinni miðast við þær forsendur, en telst ekki bindandi ákvörðun bifreiðagjalds.